… auðvelda íbúum Fjarðabyggðar að hafa áhrif á sitt nærumhverfi og koma með ábendingar í gegnum skilvirka og endurbætta íbúagátt Fjarðabyggðar.
…stórauka markaðssetningu Fjarðabyggðar sem búsetu- og fjárfestingakost.
… taka mið af umhverfis- og samfélagslegum þáttum í innkaupum og útboðum sveitarfélagsins.
…endurvekja „lykillinn að Fjarðabyggð“.
… tryggja skilvirka og hagkvæma stjórnsýslu.
… berjast fyrir því að tekjustofnar ríkisins skili sér í auknum mæli til sveitarfélaga.
Fjarðabyggð hefur náð framúrskarandi árangri við að greiða niður skuldir sveitarfélagsins á liðnu kjörtímabili. Þannig höfum við dregið úr vaxtakostnaði og myndað aukið svigrúm til fjárfestinga.
Að greiða niður skuldir er besta leiðin til að auka tekjur okkar og þar með þjónustu við ykkur. Þannig gerum við lífið betra.Við höfum forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna og kappkostað við að veita góðu þjónustu í sveitarfélaginu með uppbyggingu í skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Áfram verða fjölskyldur í fyrirrúmi um leið og við munum leitast við að lækka álögur og skapa hvata til athafna hjá einstaklingum og fyrirtækjum.